Header Paragraph

Varði doktorsritgerð um notkun trjáviðar á Grænlandi 985-1500

Image

Lísabet Guðmundsdóttir hefur doktorsritgerð sína í fornleifafræði, Wood utilization strategies in Norse Greenland (985-1500 AD), við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði Háskóla Íslands. Andmælendur við vörnina voru Claire Alix, dósent við Université de Paris 1 Panthéon-Sorbonne og Michèle Hayeur Smith, sérfræðingur við Haffenreffer Museum of Anthropology við Brown University. Doktorsritgerðin var unnin undir leiðsögn Orra Vésteinssonar, prófessors í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Einnig voru í doktorsnefnd Jette Arneborg, sérfræðingur við Nationalmuseet í Kaupmannahöfn og Ólafur Eggertsson, sérfræðingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar.

Sverrir Jakobsson, forseti Deildar heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði, stjórnaði athöfninni sem fór fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands mánudaginn 29. janúar.

Um rannsóknina

Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvernig norrænir menn á Grænlandi öfluðu trjáviðar og nýttu hann á tímabilinu 985-1500 e. Kr. Grænland var numið af norrænu fólki á seinni hluta 10. aldar. Byggðarlögin voru tvö: Eystribyggð á suðvestur Grænlandi og Vestribyggð um 500 km norðar. Vegna hnattstöðu er veðurfar almennt kalt og sumur stutt, þar af leiðandi eru tré almennt lítil og kræklótt. Því er ólíklegt að innlendur efniviður hafi dugað til allra þarfa, til að mynda við bátasmíðar og stærri byggingarframkvæmdir. Sökum þess hafa Grænlendingar þurft að leita annarra leiða til þess að afla viða. Meginmarkmið verkefnisins er að kanna hvaðan Grænlendingar öfluðu viða, hvernig var hann nýttur og hvort það urðu breytingar þar á í tíma og rúmi. 

Um doktorinn

Lísabet Guðmundsdóttir lauk BA og MA prófi í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Hún starfar nú sem sérfræðingur á Fornleifastofnun Íslands. 

Image

Orri Vésteinsson, Sverrir Jakobsson, Claire Alix, Lísabet Guðmundsdóttir, Michèle Hayeur Smith og Ólafur Eggertsson.