
Rannsóknastofa í fornleifafræði var stofnuð innan Hugvísindastofnunar árið 2021. Rannsóknastofan er formlegur vettvangur fyrir vísindalegt samstarf og rannsóknir í fornleifafræði, sem og fyrir önnur verkefni sem varða almenn málefni og miðlun á fornleifafræði.
Gjaldgengir meðlimir Rannsóknastofa í fornleifafræði eru fastráðnir kennarar, nýdoktorar og doktorsnemar í fornleifafræði við Háskóla Íslands, ásamt öðrum virkum fræðimönnum innan fornleifafræði í sterkum tengslum við Háskólann.