Header Paragraph

Varði doktorsritgerð um áhrif karlmennsku á mannabein

Image
Elin Ahlin Sundman

Elin Ahlin Sundman hefur varið doktorsritgerð í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Doktorsritgerðin var unnin undir leiðsögn Steinunnar Kristjánsdóttur, prófessors við Sagnfræði- og heimspekideild og nefnist „Medieval Masculinities and Bodies. Studies of gender relations based on the analysis of human skeletal remains from the monastic burial grounds at Skriðuklaustur, Iceland and Västerås, Sweden“. Aðrir í doktorsnefnd voru Anna Kjellström, dósent við Háskólann í Stokkhólmi, og Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. 

Andmælendur við vörnina voru Torbjörn Ahlström, prófessor við Háskólann í Lundi og Sari Katajala-Peltomaa, fræðimaður við Háskólann í Tampere. Torfi H. Tulinius, forseti Íslensku- og mennningardeildar stjórnaði athöfninni sem fór fram mánudaginn 20. júní í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. (Smellið hér til að skoða myndir frá vörninni).

Um rannsóknina

Í doktorsverkefni sínu rannsakaði Elin karlmennsku með greiningu á mannabeinum 470 einstaklinga. Sem form iðkunar getur karlmennska í sumum tilfellum skilið eftir sig spor á líkama og beinagrind. Í þessu tilliti voru til rannsóknar þættir eins og mataræði, ofbeldi, útlit og starfsemi.

Um doktorinn

Elin Ahlin Sundman lauk meistaraprófi í beinafornleifafræði frá Stokkhólmsháskóla. Hún hefur kennt mannabeinafornleifafræði við Háskóla Íslands og starfar sem safnkennari við Sögusafn Svíþjóðar (Historiska museet).

Image

Sólveig Anna Bóasdóttir, Ólöf Garðarsdóttir, Torbjörn Ahlström, Elin Ahlin Sundman, Torfi H. Tulinius, Anna Kjellström og Steinunn Kristjánsdóttir.